Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 130 svör fundust

Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?

Mafía er orð yfir leynileg glæpasamtök sem eiga rætur að rekja til Sikileyjar á miðöldum. Hugsanlegt er talið að mafían hafi í fyrstu verið stofnuð til að vinna gegn erlendum yfirráðum á eyjunni. Um aldamótin 1900 barst mafían til Bandaríkjanna með ítölskum innflytjendum sem voru tengdir glæpasamtökunum. Ýmsar...

Nánar

Er til þjóðsaga um fiskinn ýsu?

Já, það eru til þjóðsögur um ýsuna. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er til dæmis að finna sögu um samskipti fjandans og ýsunnar og ber ýsan enn merki þeirra: Einu sinni ætlaði fjandinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar enn svarta bletti ...

Nánar

Geta ljón verið svört?

Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt. Ti...

Nánar

Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?

Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...

Nánar

Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?

Með svartíma (e. response time) er átt við þann tíma sem líður frá því að einn díl (pixel) á skjá er óvirkur (svartur) þar til hann verður virkur (hvítur) og síðan aftur óvirkur (svartur). Svartími mælist í millisekúndum, það er þúsundustu hlutum úr sekúndu, og því skemmri sem hann er því skarpari helst myndin þeg...

Nánar

Hafði gos í Heimaey sambærileg áhrif á stýrivexti, verðbólgu og skatta og talað er um vegna náttúruhamfara í Grindavík?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í náttúruhamförum á Reykjanesi í nóvember 2023 eru gefnar yfirlýsingar um möguleg áhrif á stýrivexti, vexti, verðbólgu, skatta o.s.frv. vegna tjóna á innviðum í 3700 manna bæjarfélaginu Grindavík. 1973 er gaus á Heimaey eyðilögðust um 40% bygginga í 5000 manna bæjarfélagi...

Nánar

Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði?

Hagfræði má skilgreina á ýmsa vegu. Algengast er væntanlega að lýsa henni sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vin...

Nánar

Er vitað hvenær hagkerfi Kína verður stærra en Bandaríkjanna?

Stutta svarið er nei! Það er hins vegar gaman að velta þessu fyrir sér. Samkvæmt nýjasta mati Alþjóðabankans er kínverska hagkerfið enn nokkuð smærra en það bandaríska miðað við algengasta mælikvarðann sem notaður er, það er verg landsframleiðsla á markaðsvirði. Bankinn telur að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

Nánar

Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?

Fyrr á tímum, þegar fólk var almennt bænræknara en nú gerist, leitaði það til Guðs um hjálp og styrk við erfiðleikum, sjúkdómum og öllu því sem það hrjáði. Það bað Guð um hjálp til að lifa sönnu kristnu lífi og breyta rétt gagnvart öðrum. Vissulega gera margir þetta enn, en upphrópunin ,,Guð hjálpi þér” heyrist sj...

Nánar

Er hægt að búa til geislasverð?

Það eru að minnsta kosti tveir alvarlegir gallar á hugmyndinni um „geislasverð“ eins og hún birtist okkur í vísindaskáldskap og kvikmyndum, sem lýsandi massalaust skurðarblað með takmarkaðri lengd. Í fyrsta lagi þarf óhreinindi í loftinu til að gera ljósgeisla sýnilegan. Við skynjum geislann vegna ljóseinda sem dr...

Nánar

Fleiri niðurstöður